Óvönduð vinnubrögð við útleigu á Iðnó

Umboðsmaður borgarbúa hefur lagt mat sitt á málið, en það …
Umboðsmaður borgarbúa hefur lagt mat sitt á málið, en það er nú til umfjöllunar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ákvörðun um útleigu Iðnó á síðasta ári var ekki fyllilega í samræmi við sjónarmið um vandaða stjórnsýsluhætti að mati umboðsmanns borgarbúa.

Í áliti um málið er rakið að betur hafi mátt huga að undirbúningi ákvörðunarinnar, einkum að því er varðar samanburð á þeim umsóknum sem bárust og rökstuðningi ákvörðunarinnar.

Taldi umboðsmaður að þeir matsþættir sem lagðir voru til grundvallar við val á leigjanda hafi ekki verið skilgreindir eins og kostur var og því óljóst hvaða atriði réðu endanlega úrslitum um valið. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir að kvartandinn, Margrét Rósa Einarsdóttir, hafði rekið Iðnó gegnum félag í sinni eigu frá árinu 2001. Samkvæmt ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs var reksturinn falinn öðrum aðilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert