Umhverfis Langjökul hjólandi á 12 klst.

Liðsmenn Airport direct fóru umhverfis Langjökul á samtals rúmlega 12 …
Liðsmenn Airport direct fóru umhverfis Langjökul á samtals rúmlega 12 klukkustundum. Ljósmynd/Julie Rowland

Um helgina fór fram fjallahjólakeppnin Glacier 360, en það er eina fjöldaga fjallahjólakeppnin sem haldin er hér á landi. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin, en hjólað er hringinn í kringum Langjökul, samtals 290 kílómetra.

Þeir Eyjólfur Guðgeirsson og Birkir Snær Ingvason í liðinu Airport Direct komu fyrstir í mark í karlaflokki á tímanum 12:09:41 og þær Anna Kristín Sigurpálsdóttir og Steinunn Erla Thorlacius í Team Kvika komu fyrstar í mark í kvennaflokki á 18:08:28. Í flokki blandaðra liða voru þau Maria Ossowska og Adam Ossowski frá Sviss fyrst í mark á 14:41:19.

Frá Glacier 360 um helgina.
Frá Glacier 360 um helgina. Ljósmynd/Julie Rowland
Stundum gengur ekki upp að hjóla og þarf þá að …
Stundum gengur ekki upp að hjóla og þarf þá að grípa til þess ráðs að bera hjólið. Ljósmynd/Julie Rowland

Eins og sjá má á myndunum lék veðrið við keppendur og var þægilegt hitastig og bjart stærstan hluta keppninnar.

Samtals voru 52 keppendur í 26 liðum, en aðeins er um að ræða paralið. Tæplega tveir þriðju hlutar keppenda komu erlendis frá, meðal annars frá Ástr­al­íu, Fil­ipps­eyj­um, Banda­ríkj­un­um og ýms­um Evr­ópu­lönd­um.

Hjólað var frá Geysi yfir í Húsafell á fyrstu dagleið. Þaðan norður fyrir Langjökul og á Hveravelli á annarri dagleið. Á síðustu dagleiðinni var svo hjólað um Þjófadali og suður að Gullfossi þar sem keppninni lauk.

Veður og náttúran gera keppnina einstaka.
Veður og náttúran gera keppnina einstaka. Ljósmynd/Julie Rowland

Liðin sem tóku þátt voru frá rúmlega 12 klukkustundum og upp í 28 klukkustundir að ljúka heildarkeppninni, en meðal annars kláraði einn einstaklingur með gervifót. Keppti hann með liði Össur racing og lauk hann keppninni ásamt félaga sínum á 18 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert