6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs var veittur íslenskur …
6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs var veittur íslenskur ríkisborgararéttur árin 2008 til 2017. mbl.is/Eggert Jóhannesson

6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna.

Í svarinu kemur fram að árið 2008 sé það ár sem flestir ríkisborgararéttir voru veittir, eða 914. Fæstir voru þeir árið 2011; 370 talsins. Á síðasta ári fengu erlendir ríkisborgarar eða borgarar án ríkisfangs íslenskan ríkisborgararétt. 

Sjá svarið á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert