Datt illa nærri Glym í Hvalfirði

Maðurinn hrasaði og datt illa á gönguleiðinni að Glym í …
Maðurinn hrasaði og datt illa á gönguleiðinni að Glym í Hvalfirði. mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna ungs karlmanns sem hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitafólk ásamt sjúkraflutningamönnum og lækni komu á slysstað, sem er í brattlendi, og hlúðu að manninum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landshelgisgæslunni var óskað eftir aðstoð þyrlu við að flytja manninn undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan lenti nú fyrir skemmstu við Landspítalann í Fossvogi.

Uppfært kl. 21:20

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert