Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

Íslendingar á ferð við Seljalandsfoss.
Íslendingar á ferð við Seljalandsfoss. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.

Er þetta 3% aukning frá síðustu könnun sem gerð var fyrir ári. Þeim fækkaði um 3% milli ára sem kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands en hlutfall þeirra sem ætluðu eingöngu að ferðast utanlands stóð í stað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Stuðningsfólk Framsóknarflokksins var líklegra en aðrir hópar til að ætla eingöngu að ferðast innanlands í fríinu, eða 48%. Þá reyndist stuðningsfólk Flokks fólksins líklegra en aðrir hópar til að ætla eingöngu að ferðast utanlands, eða 20%. Stuðningsfólk Miðflokksins er líklegra en aðrir til að ferðast bæði innanlands og utan, eða 60%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert