Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

Samfélög Íslendinga í útlöndum halda vel hópinn vegna alls konar …
Samfélög Íslendinga í útlöndum halda vel hópinn vegna alls konar tilefna, t.a.m. fyrir knattspyrnuleiki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað.

Nýlega hóf meðlimur í Facebook-hópnum Íslendingar í útlöndum – hagsmunasamtök að útbúa kort sem samfélagsmiðlahópar Íslendinga, sem búsettir eru víða um heim, eru merktir inn á.

Yfir 160 hópar og síður tengd Íslendingum í Evrópu hafa verið merkt inn á kortið. Þá skipta Facebook-hópar Íslendinga búsettra í löndum Norður-Ameríku tugum. Facebook-hópar Íslendingasamfélaga finnast í öllum heimsálfum, þ.e.a.s. ef Suðurskautslandið er undanskilið. Allt frá Grænlandi til Argentínu og frá Vesturströnd Bandaríkjanna til Nýja-Sjálands.

Rúmlega 46 þúsund Íslendingar eru skráðir með búsetu erlendis samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands frá því í febrúar sl. Flestir brottfluttra búa á Norðurlöndunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert