Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu sem gerð var meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi.

Á kjörskrá voru 6.631 og alls kusu 3.640 eða 54,89 prósent samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn. 2.130 sögðust fylgjandi nýju aðalskipulagi, eða 58,5 prósent, en 1.425 voru á móti, 39,1 prósent. Auðir og ógildir voru 85.

2.034, eða 55,9 prósent, kusu með nýja deiliskipulaginu en 1.434 á móti, 39,4 prósent. Auðir og ógildir voru 172. Niðurstaðan er bindandi fyrir bæjarstjórn Árborgar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert