Skuldir í borginni aukast

Frá Úlfarsárdal.
Frá Úlfarsárdal.

Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir „stóru línurnar þær að nokkur verkefni hafa gengið hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir“. „Sérstaklega í Úlfarsárdal. Bæði er þar meiri framkvæmdahraði við skólann og búið að taka grunn að sundlauginni. Það er því verið að auka fjárveitingar þar. Við erum líka að klára af krafti viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og ekki síður nýjan Klettaskóla. Síðan bera nokkur verkefni merki þenslu á verktakamarkaði,“ segir Dagur.

Í umfjöllun um fjárfestingar borgarsjóðs í Mmorgunblaðinu í dag segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, ljóst að rekstur borgarinnar sé ósjálfbær.

„Rétt er að geta þess að um er að ræða 20 milljarða fjárfestingar borgarsjóðs á þessu ári. Það er ekki lítil fjárhæð fyrir borgarsjóð sem samkvæmt áætlun skilar tveimur milljörðum í afgang. Samkvæmt fjárhagsáætlun munu skuldir hækka um sjö milljarða og hafa þá skuldir borgarsjóðs hækkað um 24 milljarða á 24 mánuðum; úr 84 milljörðum í árslok 2016 í 108 milljarða í lok þessa árs. Á sama tíma lækkar handbært fé úr um 8,7 milljörðum í tvo milljarða.

Það er því ljóst að rekstur borgarsjóðs er ekki sjálfbær með þessum fjárfestingum, enda hafa skuldir vaxið um 60 milljarða frá árslokum 2010, þegar skuldir og skuldbindingar borgarsjóðs voru 48 milljarðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert