Í haldi eftir stunguárás í morgun

Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.
Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald.

Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu.

Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild, hefur ekki verið tekin afstaða um gæsluvarðhald yfir manninum. Þá segir hann yfirheyrslur vera nýhafnar og málið á byrjunarstigi.

Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu frá klukk­an 19 í gær­kvöldi. Þar á meðal voru lík­ams­árás, slags­mál meðal ung­menna, ung­linga­drykkja, heim­il­isof­beldi og akst­ur und­ir áhrif­um, auk þess sem ekið var á gang­andi veg­far­anda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert