Lægðir á leiðinni með úrkomu

Sólríka veðrið verður brátt úr sögunni.
Sólríka veðrið verður brátt úr sögunni. mbl.is/Árni Sæberg

Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga.

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Bent er á að lægðunum muni fylgja úrkoma og að enginn landshluti muni alfarið sleppa við vætuna.

„Spáin í dag hljóðar upp á hæga suðvestanátt, skýjað að mestu og stöku skúrir, en bjartviðri austanlands. Sunnan 3-8 m/s og rigning á morgun, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Rigning eða skúrir um allt land á þriðjudag. Hiti 10 til 16 stig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert