Strætó tæmir bæinn eftir flugeldasýningu

Fólk streymdi inn í strætisvagnana við BSÍ.
Fólk streymdi inn í strætisvagnana við BSÍ. Ljósmynd/Eyþór Árnason

Klukk­an hálfell­efu í kvöld breyt­ti Strætó úr al­mennu leiðakerfi sínu yfir í svo­kallað tæm­ing­ar­kerfi sem miðast að því að koma sem flest­um úr miðbæn­um á sem skemmst­um tíma. Tæm­ing­ar­kerf­inu lýk­ur klukk­an eitt og þá tek­ur næt­ur­strætó við. Ekki verður frítt í næt­ur­strætó, eins og í aðrar ferðir með Strætó í dag.

Mikill mannfjöldi er í miðborginni, en þar lauk flugeldasýningu Menningarnætur fyrir um hálftíma. Áður en tæmingarkerfi strætó tók gildi söfnuðust strætisvagnar saman á Miklubraut, þaðan sem þeir óku tómir að bæði BSÍ og Hlemmi og þaðan út í hverfi höfuðborgarsvæðisins, troðfullir af fólki sem hefur átt góðan dag eða kvöld í bænum.

Tugir þúsunda, ef ekki yfir hundrað þúsund manns, fylgdust með …
Tugir þúsunda, ef ekki yfir hundrað þúsund manns, fylgdust með flugeldasýningunni við höfnina. mbl.is/Hari
Sýningin var glæsileg og sást ágætlega héðan úr Hádegismóum, enda …
Sýningin var glæsileg og sást ágætlega héðan úr Hádegismóum, enda bjart og fallegt kvöld í Reykjavík. mbl.is/Hari

Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða á Menningarnótt, sagði að þetta fyrirkomulag á strætóferðum af Menningarnótt hafi gengið mjög vel síðustu ár og hann átti ekki von á neinu öðru í kvöld. 

„Það hefur gengið alveg ótrúlega hratt og það hefur verið merkilegt að sjá að beint eftir flugeldasýninguna liggur bara alveg straumurinn heim. Síðustu ár hefur það gengið vel og ég vona að það gangi einnig vel í ár,“ segir Guðmundur.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig.

Hann sagði fyrr í kvöld við mbl.is að dagurinn hefði verið annasamur, en stemningin hefði verið góð og að margir bílstjórar fyrirtækisins sæktust sérstaklega eftir því að vinna seinni hluta Menningarnætur, þar sem þá sé skipulagið skemmtilegt og farþegarnir jákvæðir.

Ljósmynd/Eyþór Árnason
Vagnarnir röðuðu sér upp á Miklubraut ofan Lönguhlíðar áður en …
Vagnarnir röðuðu sér upp á Miklubraut ofan Lönguhlíðar áður en brunað var niður á BSÍ og Hlemm til að sækja gesti miðborgarinnar. Ljósmynd/Eyþór Árnason
Fólk streymir úr miðbænum.
Fólk streymir úr miðbænum. Ljósmynd/Eyþór Árnason
Ljósmynd/Eyþór Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert