Engin úrræði og situr ein heima

Anna Dís Ólafsdóttir og Glódís Erla Ólafsdóttir sem útskrifuðust af …
Anna Dís Ólafsdóttir og Glódís Erla Ólafsdóttir sem útskrifuðust af starfsnámsbraut FB fá ekki sömu tækifæri og jafnaldrar við námslok. Ljósmynd/Unnur Helga Óttarsdóttir

Ólíkt hlutskipti bíður frænknanna Örnu Dísar Ólafsdóttur, sem útskrifaðist með græna húfu frá Fjölbraut í Breiðholti, og Birtu Mjallar Antonsdóttur, sem útskrifaðist með stúdentshúfu frá Menntaskólanum við Sund sömu helgina.

„Það voru blendnar tilfinningar, gleði og sorg sem bærðist um í brjósti mínu við útskrift dóttur minnar Örnu Dísar þegar ég horfði yfir hópinn og gerði mér grein fyrir því að ekkert framhald yrði á framhaldsnámi dóttur minnar og lítið sem ekkert í boði á vinnumarkaðnum,“ segir Unnur Helga Óttarsdóttir, móðir þroskahamlaðrar stúlku.

Um 100 þroskahömluð ungmenni komast hvorki í nám né vinnu að lokinni útskrift af starfsbraut og margir foreldrar eru útbrunnir að sögn formanns Þroskahjálpar, Bryndísar Snæbjörnsdóttur, sem segir að nú sé mælirinn fullur og ungmennin og foreldrar þeirra hafi fengið nóg af úrræðaleysinu. Hún segir þroskahamlaða sem geti verið einir heima á daginn einangrast og hætta sé á að þeir taki upp óæskilega hegðun.

„Arna Dís er heima og hangir í tölvunni í stað þess að vera með okkur hinum í samfélaginu, eldhress og dugleg,“ segir Unnur móðir hennar í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert