Kanna atferli í sumarhögum

Lítið er vitað um beitaratferli sauðfjár í sumarhögum á Íslandi.
Lítið er vitað um beitaratferli sauðfjár í sumarhögum á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 118 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins í sumar og næsta sumar. Það var Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri GróLindar, sem dreifði staðsetningartækjum til sauðfjárbænda sem þeir settu á ærnar.

Staðsetning ánna er skráð á 2-6 tíma fresti. Á heimasíðu Landgræðslunnar er haft eftir Bryndísi að gögnin muni gefa verðmætar upplýsingar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Við fáum upplýsingar um það hvar lambærnar halda sig og stærð svæða sem kindurnar nýta. Þessum upplýsingum er svo varpað stafrænt á gróðurkort af Íslandi. Þar með vitum við betur í hvernig gróðurlendi kindurnar sækja,“ segir Bryndís á land.is og bendir á að lítið sé vitað um beitaratferli sauðfjár í sumarhögum á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert