Skattkerfið fremur haganlegt hér

Lag er til að bifreiðagjald byggi á fyrri grunni, en …
Lag er til að bifreiðagjald byggi á fyrri grunni, en verði á tímabilinu 2020 til 2025 umbreytt í skattlagningu aðgangs eða afnota af samgöngukerfinu. mbl.is/Árni Sæberg

Gildandi grunngerð skattlagningar ökutækja og eldsneytis hér á landi er nokkuð nútímaleg, haganleg og einföld í samanburði við helstu nágrannaríki Íslands.

Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis, sem skilað hefur skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.

Þó eru lagðar til breytingar á kerfinu sem meðal annars taka tillit til þróunar sem nú eigi sér stað á samsetningu og notkun ökutækja. Fram kemur að breytingar hafi orðið á mælingu og upplýsingagjöf evrópskra bifreiðaframleiðenda um losun og mengun ökutækja. Fyrirsjáanlegt sé að upplýsingar um koltvísýringslosun muni breytast og því leggur hópurinn meðal annars til leiðir sem ætlað er að draga úr líkum á misræmi við skattlagningu ökutækja.

Sjá nánari umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert