Gömlu Hringbrautinni verður lokað

Unnið hefur verið að gerð nýrra bílastæða fyrir Landspítala norðan …
Unnið hefur verið að gerð nýrra bílastæða fyrir Landspítala norðan við Umferðarmiðstöðina. mbl.is/sisi

Samið hefur verið við Íslenska aðalverktaka um jarðvinnu vegna byggingar meðferðarkjarna nýs Landspítala ásamt götum, veitum og lóð.

Vinnur ÍAV verkið fyrir 2,8 milljarða króna á 20 mánaða framkvæmdatíma. Framkvæmdir eru hafnar. Meðferðarkjarninn verður sunnan við hús barnaspítalans og mun ná yfir gömlu Hringbrautina.

Áætlað er að götunni verði lokað til móts við Barónsstíg í lok nóvember og mun umferð að og frá Barónsstíg því breytast. Þá hefur í sumar verið unnið að gerð bílastæða norðan við Umferðarmiðstöðina, til bráðabirgða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert