Lögreglumönnum fjölgi um 50 á næsta ári

mbl.is/Eggert

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að stöðugildum lögreglumanna á landinu fjölgi á næsta ári um 45 til 50. Hún fagnar því að fjárframlög til löggæslumála muni aukast um 1,5 milljarða króna á næsta ári og verði samtals 16,6 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2019.

„Það verða á milli 45 og 50 ný stöðugildi hjá lögreglunni til á næsta ári. Sum þeirra verða eyrnamerkt sérstaklega, eins og fjölgun stöðugilda við landamæravörslu. En auðvitað verður einnig haldið áfram að bregðast við þörfinni vegna fjölda ferðamanna,“ segir Sigríður í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Ég er í ágætu sambandi við lögregluembættin í landinu og hef heimsótt þau flest. Það er ýmislegt sem menn benda á, af ýmsum toga. Þeir benda á að endurnýja þurfi ýmsan búnað lögreglunnar, endurnýja og bæta bílakost, auk þess sem sums staðar er rætt um þörfina á að fá fleiri menn á vaktir,“ segir Sigríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert