Mokveiði á makríl rétt utan við höfnina

Stutt var á miðin fyrir smábáta, sem voru á veiðum …
Stutt var á miðin fyrir smábáta, sem voru á veiðum rétt utan við höfnina í Keflavík í gær. Íbúar í stórhýsunum við Pósthússtræti gátu fylgst með. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson

Nokkrir smábátar voru á makrílveiðum rétt við höfnina í Keflavík í gær og var mokveiði í gærmorgun en rólegra er leið á daginn.

Þegar talað var við Gylfa Bergmann hafnarstarfsmann um miðjan dag í gær var verið að landa úr þremur bátum og þrír biðu löndunar.

„Þeir hafa síðustu daga verið að fiska vel frá höfninni út fyrir Helguvík og Leiru og út undir Garðskagaflös. Í fyrradag sá maður alls staðar vaðandi makríl,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag, en um 20 bátar hafa landað í Keflavík. Makrílafli smábáta var í gær kominn yfir 2.000 tonn samtals og hafa 38 bátar landað afla, en kvóta var úthlutað til 180 báta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert