Starfsemin á lygnum sjó eftir harða kjarabaráttu

Á kvennadeild Landspítalans.
Á kvennadeild Landspítalans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Starfsemi á kvennadeildum Landspítalans er nú á lygnum sjó og hafa langflestar þeirra þrjátíu ljósmæðra sem sögðu upp störfum í sumar í tengslum við harða kjaradeilu þeirra við íslenska ríkið, dregið uppsagnir sínar til baka.

„Langflestar ljósmæður hafa dregið uppsagnir sínar til baka, en sex hafa ekki gert það. Við vitum ekki hvort þær ætla sér að hætta eða hvort þær eru að hugsa málið ennþá,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs á Landspítalanum. Ýmist taka þessar uppsagnir gildi 1. september eða 1. október.

„Það má segja að við séum komin á lygnan sjó þótt ennþá sé mönnunarvandi, en það gengur betur,“ segir Linda í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert