„Þetta var meðalstór síld, en ég hef veitt með stöng á þessu svæði í 60 ár og aldrei fengið síld,“ segir Kristinn Ragnarsson sem veiddi síld í fjörunni nálægt heimili sínu á Eskifirði.
Síld er yfirleitt veidd í miklu magni og er því sjaldgæft að hún veiðist á stöng.
„Fjörðurinn var greinilega fullur af síld – það var hringt í mig og ég beðinn um að skoða hvað þarna væri. Ég hélt fyrst að þetta væri makríll en svo sá ég þegar ég kom að þetta var síld.“
Veðrið hefur sannarlega ekki hamlað veiðum í sumar. Kristinn segist ekki vera mikill veiðimaður en hann bregður því við annað slagið.
„Ég var fyrst og fremst forvitinn um hvað væri að vaða þarna um.“