Eldur logaði við Tálknafjörð í alla nótt

Frá brunanum í nótt.
Frá brunanum í nótt. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson

Tilkynning barst um eld í timburhaugi á söfnunarsvæði ofan við Tálknafjörð um klukkan hálfeitt í nótt. Um fimmtán slökkviliðsmenn frá slökkviliðunum á Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal sinntu útkalli.

Að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar slökkviliðsstjóra gekk vel að ráða niðurlögum mesta eldsins, en timburhrúgan var svo stór að tæki þurfti til að dreifa úr hrúgunni til að slökkva í öllum glæðum.

Í stað þess að fórna tækjum í verkið var ákveðið að leyfa timbrinu að brenna undir eftirliti í nótt, en lítil sem engin hætta þótti á að eldurinn myndi breiðast út.

Nú síðdegis verður farið með tæki á svæðið til þess dreifa úr hrúgunni og slökkva í. Slökkvistarfi ætti að ljúka síðar í dag og verður lögreglu afhentur vettvangur til rannsóknar.

Timbrinu var leyft að brenna undir eftirliti í nótt.
Timbrinu var leyft að brenna undir eftirliti í nótt. Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert