„Þetta verður flugveisla“

Ljósmynd/Karl Karlsson

Flugsýningin Reykjavik Airshow fer fram á Reykjavíkurvelli í dag á milli klukkan 12 og 15 og er aðgangur að henni ókeypis. Fram kemur í fréttatilkynningu að veður sé gott og henti vel til flugatriða. Búist sé við miklum fjölda gesta á flugsýninguna.

„Sýningin verður með glæsilegasta móti. Tugir flugvéla af öllum stærðum og gerðum taka þátt í lofti og fjöldi véla verður á jörðu niðri sem gestir geta skoðað hátt og lágt. Þotur verða í loftinu, þyrlur, listflugvélar, fisflugvélar, svifflugur, einkavélar, fallhlífarstökkvarar, drónar og svo mætti lengi telja. Þetta verður flugveisla,“ er haft eftir Matthíasi Sveinbjörnssyni, forseta Flugmálafélagsins. Til stóð að sýningin færi fram síðasta vor en henni var frestað vegna veðurs.

Ennfremur segir í tilkynningunni að sýningin hefjist með látum með stórum atriðum strax í byrjun og því ráðlegt að mæta tímanlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert