Fröken forvitin fer ein út í heim

Gunna með Frei, yndislegum gestgjafa sínum í fjallaþorpinu Tá Van, …
Gunna með Frei, yndislegum gestgjafa sínum í fjallaþorpinu Tá Van, en Frei sem leit út eins og barn, reyndist vera tveggja barna móðir.

„Maður verður að láta vaða, það þýðir ekkert annað. Það er líka langskemmtilegast,“ segir Gunna Pé sem stökk með sjö kílóa bakpoka í nokkurra mánaða ferðalag.

„Ég var orðin leið á að hanga í sófanum heima hjá mér, strákarnir mínir fluttir að heiman og ég ein í kotinu. Mig hafði lengi langað til að ferðast samfleytt í einhverja mánuði svo ég lét bara vaða. Ég var búin að safna mér pening og ekkert til fyrirstöðu að hoppa út í djúpu laugina. Áður en ég lagði upp í þessa langferð losaði ég mig við mikið af veraldlegum eigum, seldi og gaf sem mest ég mátti. Og ég tók aðeins með mér sjö kílóa bakpoka í þessa ferð, það er mikið frelsi að ferðast létt, maður þarf ekkert meira en þetta,“ segir Guðrún Pétursdóttir, eða Gunna Pé eins og hún er oftast kölluð, en hún gerði sér lítið fyrir og lagði nú í ágúst ein upp í langt bakpokaferðalag, rúmlega fimmtug konan. Hún var stödd á Gili Air, eyju í Indónesíu, þegar blaðamaður náði tali af henni.

„Ég byrjaði í Víetnam, var þar í þrjár vikur, og þaðan fór ég hingað til Balí, þar sem ég hef verið í tvær vikur. Næst fer ég til Singapúr og sennilega til Indlands eftir það. Frá Asíu ætla ég svo til Grikklands. Ég ætla að vera á þvælingi í þrjá til fjóra mánuði, en að því loknu ætla ég til Spánar að læra spænsku og vera þar fram á vorið,“ segir Guðrún sem er í ársleyfi frá vinnu, en hún er skólastjóri og kennari á Flúðum í Hrunamannahreppi.

Sjá samtal við Gunnu Pé í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert