Loka bakaríinu á Flúðum

Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir fyrir utan bakaríið.
Sindri Daði Rafnsson og Íris Dröfn Kristjánsdóttir fyrir utan bakaríið. mbl.is/Hari

Eigendur Sindra Bakari Cafe á Flúðum hafa ákveðið að loka bakaríinu vegna erfiðs rekstrargrundvallar.

Sindri Daði Rafnsson og eiginkona hans Íris Dröfn Kristjánsdóttir opnuðu bakaríið í bílskúrnum hjá sér við Ljónastíg fyrir um tveimur og hálfu ári.

„Það er harður rekstur að þurfa að treysta á ferðamenn og þar af leiðandi veður og vinda til að hlutirnir rati í réttan farveg. Við skrifum þennan lítilfjörleg á póst með trega og blendnum tilfinningum,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu bakarísins.

Þar kemur fram að Sindri, Íris og fjölskylda hafi kynnst skemmtilegu fólki í gegnum bakaríið en núna sé þessi tími liðinn og tímabært að róa á önnur mið.

„Takk fyrir allt elsku vinir. Ég vona innilega að einhver sjái tækifæri í að taka við rekstrinum og snúa honum í rétta átt því tækifærin eru mörg og góð í fallegustu sveit landsins, Hrunamannahreppi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert