Eyþór með framsækna sáttatillögu

Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúar.
Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er framsækið og þetta er líka sáttatillaga,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinnu í dag um tillögu sem hann hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Tillagan snýst um staðarval fyrir nýja sjúkrahúsbyggingu í Reykjavík.

Eyþór leggur til að Reykjavíkurborg hafi frumkvæði að því að velja heppilegan stað fyrir uppbyggingu á öðru sjúkrahúsi í borginni með tilliti til samgangna, íbúa- og atvinnuþróunar og öryggismála. Starfshópur yrði skipaður undir forystu Reykjavíkurborgar með það í huga að niðurstaða gæti legið fyrir um mitt ár 2019.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á sama fundi leggja fram tillögu um fjárframlög til grunnskóla. Tillaga Hildar gengur út á að Reykjavíkurborg greiði sömu fjárhæð með hverju grunnskólabarni inn í skólakerfið óháð rekstrarformi skólanna. Þannig myndu öll börn hafa jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla borgarinnar óháð efnahag foreldra þeirra. Yrði tillagan samþykkt mættu einkareknir skólar ekki innheimta skólagjöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert