Landakotsskóli staðið í stappi við borgina

Bæði Garðabær og Hafnarfjörður hafa gert samninga við sjálfstætt starfandi …
Bæði Garðabær og Hafnarfjörður hafa gert samninga við sjálfstætt starfandi skóla í sínum sveitarfélögum. Ljósmynd/Jim Smart

Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Þetta kemur fram í vikupósti sem sendur er aðstandendum nemenda við skólann. Þar segir að skólinn hafi boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast sé til þess að svo verði hægt áfram.

„Bæði Garðabær og Hafnarfjörður hafa gert samninga við sjálfstætt starfandi skóla í sínum sveitarfélögum þar sem greitt er jafnt fyrir frístund í bæjarreknum skólum og sjálfstætt reknum,“ segir í póstinum.

Landakotsskóli er einn elsti starfandi skóli landsins, að því er segir á heimasíðu skólans, og var hann rekinn af kaþólsku kirkjunni fram til ársins 2005. Nú er hann rekinn sem sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri stjórn, en starfar eftir sem áður í húsnæði kaþólsku kirkjunnar við Túngötu í Reykjavík.

Líkt og Morgunblaðið greindi frá í dag ætlar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, að leggja fram tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg greiði sömu fjárhæð með hverju grunnskólabarni inn í skólakerfið óháð rekstrarformi skólanna.

Þannig myndu öll börn hafa jöfn tæki­færi til að sækja ólíka skóla borg­ar­inn­ar óháð efna­hag for­eldra þeirra. Yrði til­lag­an samþykkt mættu einka­rekn­ir skól­ar ekki inn­heimta skóla­gjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert