Fylgifiskur þess að vera í NATO

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfinguna fylgifisk þess að vera í …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfinguna fylgifisk þess að vera í NATO. mbl.is/Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir heræfingu hér við land fylgja því að vera í NATO og einu gildi hvernig henni líði með það. Þetta kom fram í samtali Katrínar við RÚV í kvöld, en þingmenn VG hafa mótmælt heræfingunni.

„Þetta er auðvitað bara fylgifiskur þess að vera í Atlantshafsbandalaginu, það er að taka þátt í slíkum æfingum,“ sagði Katrín og kvað þetta ekki vera fyrstu heræfingu NATO hér við land og væntanlega ekki þá síðustu heldur.

Katrín þáði ekki boð í flugmóðurskipið USS Harry S Truman, en það gerðu utanríkisráðherra og nokkrir þingmenn utanríkisnefndar og NATO nefndar þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert