Minnismerki um fyrstu vesturfarana

Frá Hofsósi í Skagafirði.
Frá Hofsósi í Skagafirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að veita styrk til að koma upp minnismerki á Hofsósi um fyrstu vesturfarana.

Til stendur að staðsetja minnismerkið á stalli sem stendur við norðurenda göngubrúarinnar yfir Hofsá.

Málið var áður tekið fyrir á fundum byggðaráðs í apríl og júní. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar og atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar til umsagnar.

Jákvæð umsögn barst frá síðarnefndu nefndinni og samþykkti byggðaráð að styrkja verkefnið um það sem óskað er eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert