VÍS lokar skrifstofum á landsbyggðinni

Þrír starfsmenn missa vinnuna við breytingarnar.
Þrír starfsmenn missa vinnuna við breytingarnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tryggingafélagið VÍS hefur ákveðið að loka tveimur þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og sameina aðrar sex í stærri einingar vegna endurskipulagningar og einföldunar þjónustufyrirkomulags. Tilgangurinn með breytingunum er að leggja meiri áherslu á stafrænar lausnir, að því er segir í tilkynningu frá VÍS. Fjórir starfsmenn missa vinnuna vegna breytinganna, þrír starfsmenn á skrifstofum og einn umdæmisstjóri. Öðrum hefur verið boðið starf á sameinuðum þjónustuskrifstofum.

Skrifstofum VÍS í Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði verður lokað, en skrifstofur í Keflavík, á Akranesi og í Borgarnesi verða sameinaðar í Reykjavík. Skrifstofa á Hvolsvelli sameinast Selfossi, Húsavík sameinast Akureyri og skrifstofa á Reyðarfirði sameinast skrifstofunni á Egilsstöðum. Starfsemi á skrifstofum VÍS á ísafirði og Sauðárkróki verður óbreytt.

Í tilkynningu frá VÍS segir að samskipti við viðskiptavini fari í síauknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnun kalli viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi. Áherslubreytingunum í þjónustu sé ætlað að svara því kalli.

„VÍS hef­ur und­an­farið unnið að því að gera þjón­ustu við viðskipta­vini aðgengi­legri og ein­fald­ari með sta­f­ræn­um leiðum. Sem dæmi um það geta viðskipta­vin­ir VÍS nú til­kynnt öll tjón á Mitt VÍS.“

Helgi Bjarna­son for­stjóri segir að nýlega hafi verið mótuð skýr framtíðarsýn um að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki og breytingarnar nú séu í takt við þá sýn. Þeim sé ætlað að laga þjónustuna enn betur að þörfum viðskiptavina sem vilja einföld, flækjulaus og skilvirk tryggingaviðskipti.

„Við sjá­um skýr merki um að viðskipta­vin­ir okk­ar vilja í sí­aukn­um mæli nota sta­f­ræn­ar leiðir til að eiga við okk­ur sam­skipti. Okk­ar trú er að sú eft­ir­spurn fari vax­andi og kjarn­inn í okk­ar veg­ferð næstu miss­eri verður efla þjón­ust­una okk­ar á því sviði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert