Yndislegt að hjóla

Með því að hjóla, skokka eða ganga til og frá …
Með því að hjóla, skokka eða ganga til og frá vinnu hreyfi ég mig daglega, segir Valgerður Húnbogadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Almenningur á Íslandi væri fyrir löngu búinn að tileinka sér bíllausan lífsstíl væru réttu aðstæðurnar fyrir hendi. Umferðin og mengunin í Reykjavík hefur áhrif á alla, ekki síst þá sem keyra og sitja fastir í umferð sem getum öll verið sammála um að draga verði úr,“ segir Valgerður Húnbogadóttir, nýr varaformaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.

Fjallað var m.a. um áherslur stjórnvalda í loftslagsmálum og fyrirhuguð orkuskipti bílaflotans á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Þar segir að jákvætt sé – svo langt sem það nái – að hætta skuli nýskráningu bíla knúinna jarðefnaeldsneyti eftir tólf ár. Óleyst séu þó ýmis vandamál önnur sem bílaumferð skapar. Mun skilvirkara sé að leggja mesta áherslu á breyttar ferðavenjur.

„Vistvænar samgöngur henta öllum. Þegar annar ferðamáti en einkabíllinn býðst léttist umferð og bílastæðaskortur minnkar. Ungt fólk sem er að flytja að heiman á ekki að þurfa að neyðast til að kaupa sér bíl,“ segir Valgerður í Morgunblaðinu í dag, en hún telur innviði fyrir hjólreiðasamgöngur í Reykjavík vera mjög góða. Þó megi sitthvað bæta.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert