Leggja til sameiningu prestakalla á sjö stöðum

Lagt er til að Bústaða- og Grensásprestaköll í Reykjavík sameinist …
Lagt er til að Bústaða- og Grensásprestaköll í Reykjavík sameinist í eitt Fossvogsprestakall. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Áform eru uppi um sameiningu prestakalla á sjö stöðum á landinu á næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar hefur sent tillögur um sameiningu til sóknarnefnda og fleiri til umsagnar. Málið verður svo til umfjöllunar á kirkjuþingi í nóvember.

Tillögurnar eru hluti af stærra máli; hugmyndum biskupafundar um breytta skipan prestakalla á landinu öllu. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að svonefnd einmenningsbrauð leggist flest af í fyllingu tímans. Meginreglan verður sú að í hverju kalli verði þrír þjónandi prestar; þar með talinn sóknarprestur, sem hefur eins konar verkstjórn og leiðtogahlutverk með höndum.

Meðal þess sem lagt er til er að Bústaða- og Grensásprestaköll í Reykjavík sameinist í eitt Fossvogsprestakall með þremur prestum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert