Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar

Starfsmenn Malbikunar Akureyrar voru við Kristnes um helgina við malbikun …
Starfsmenn Malbikunar Akureyrar voru við Kristnes um helgina við malbikun Eyjafjarðarstígsins. Þeir eru að leggja síðasta spölinn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyrar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spottann er hjólafólk farið að nota stíginn.

Göngu- og hjólastígurinn var annað af tveimur stóru málunum hjá sveitarstjórninni sem lauk störfum í vor, að sögn Stefáns Árnasonar, skrifstofustjóra Eyjafjarðarsveitar. Hitt var lagning ljósleiðara heim á hvert heimili í Eyjafjarðarsveit, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hrafnagilshverfið er að verða 300 manna byggð og fólk sækir mikið vinnu til Akureyrar. Umferð hefur aukist mjög. Tilgangur stígsins er ekki síst að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með því að færa það af akbrautinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert