Rafmagnslaust í miðbæ Reykjavíkur

mbl.is/Kristinn Magnússon

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í miðbæ Reykjavikur. Unnið er að viðgerð. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Veitna.

„Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp,“ segir á síðunni. 

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Rafmagn komið víða aftur á

Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Veitna, varð nánast allur miðbærinn í póstnúmeri 101, rafmagnslaus um klukkan 15.15 í dag.

Hún segir að rafmagn sé víða komið aftur á og vonast til að viðgerðinni ljúki fljótlega.

Um er að ræða háspennubilun í aðveitustöð við Barónsstíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert