Yngra fólk jákvæðara en eldra

Sjálfsafgreiðslukassa er meðal annars að finna í Ikea.
Sjálfsafgreiðslukassa er meðal annars að finna í Ikea. Wikipedia

Ungt fólk er jákvæðara í garð sjálfafgreiðslukassa í matvöruverslunum en MMR kannaði hug landsmanna til slíkra kassa.

63% svarenda kváðust jákvæð gagnvart sjálfsafgreiðslukössum í matvöruverslunum en 30% kváðust mjög jákvæð. Þá kváðust 26% hvorki jákvæð né neikvæð en 11% kváðust neikvæð.

70% svarenda á aldrinum 18-29 ára kváðust jákvæð gagnvart sjálfsafgreiðslukössum, samanborið við 53% þeirra 50-67 ára og 40% þeirra 68 ára og eldri. Neikvæðni gagnvart sjálfsafgreiðslukössum jókst með auknum aldri.

Neikvæðni mest hjá kjósendum Flokki fólksins

Íbúar höfuðborgarsvæðisins (69%) kváðust jákvæðari heldur en þau af landsbyggðinni (49%).

Jákvæðni gagnvart sjálfsafgreiðslukössum jókst með auknum heimilistekjum og aukinni menntun.

Stuðningsfólk Viðreisnar reyndist jákvæðast gagnvart sjálfsafgreiðslukössum (86%) en stuðningsfólk Flokks fólksins (18%) líklegast til að segjast neikvætt gagnvart sjálfsafgreiðslukössum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert