Lögreglumaður í skilorðsbundið fangelsi

Maðurinn var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skilaboðin …
Maðurinn var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skilaboðin sem hann sendi konunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt tæplega þrítugur lögreglumaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð konu sem hann sendi í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat í lok janúar. Alls var um sex skilaboð að ræða en þar kallaði lögeglumaðurinn konuna meðal annars „fokking mellu“, „Eg hata þig Fokking deyðu“ og talar um að konan hafi eyðilagt líf sitt.

Ríkisútvarpið greinir frá því að dómurinn hafi fallið í Héraðsdómi Reykjaness fyrir mánaðamót en ekki verið birtur á vef dómstólsins. Segir þar að maðurinn hafi verið sýknaður af blygðunarsemisbroti þar sem hann falaðist eftir kynmökum við konuna. Hin fimm skilaboðin voru flokkuð sem hótanir og var hann sakfeldur fyrir fjögurra þeirra. Maðurinn hefur ekki verið við störf hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því að það kom upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert