Taka upp hanskann fyrir Icelandair

ASÍ gagnrýndi uppsagnir hjá Icelandair.
ASÍ gagnrýndi uppsagnir hjá Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins taka upp hanskann fyrir Icelandair sem miðstjórn Alþýðusambands Íslands gagnrýndi fyrir hagræðingaraðgerðir í ályktunum miðstjórnar í síðustu viku. Gagnrýndi miðstjórn ASÍ ákvörðun Icelandair um uppsagnir starfsmanna og fækkun flugliða sem gefst kostur á hlutastarfi.

Á vef Samtaka atvinnulífsins segir að óhjákvæmilegar hagræðingaraðgerðir standi fyrir dyrum í íslensku atvinnulífi til að bregðast við háum launakostnaði og erfiðri samkeppnisstöðu, og norræn verkalýðshreyfing sýni hagræðingaraðgerðum fyrirtækja skilning á grundvelli tryggs öryggisnets á vinnumarkaði, enda forsenda þess að fyrirtæki geti staðist alþjóðlega samkeppni.

„Aðstæður í flugrekstri eru krefjandi um þessar mundir. Eins og fram hefur komið í tilkynningum Icelandair hefur félaginu reynst nauðsynlegt að grípa til margháttaðra ráðstafana til hagræðingar og lækkunar kostnaðar og þar á meðal til uppsagna starfsmanna. Í þeim efnum hefur öllum samningum sem um slíkt gilda verið fylgt,“ segir á vef SA.

Benda samtökin á að starfsmenn Icelandair hafi fjölgað um 1.500 á fjórum árum, eða séu nú 4.300 samanborið við 2.800 árið 2013. Félagið hafi reist þjálfunarsetur í Hafnarfirði og flugskýli á Keflavíkurflugvelli fyrir milljarð króna í þeim tilgangi að flytja til Íslands á annað hundrað störf sem áður voru unnin erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert