Öngþveiti við Gróttu

Mikil norðurljósavirkni er á norðurhveli jarðar og sáust björt norðurljós dansa yfir borginni í ljósaskiptunum. Umferðaröngþveiti skapaðist við Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld en þangað lögðu margir leið sína til að berja norðurljósadýrðina augum.

Norðurljósadýrð á Gróttu.
Norðurljósadýrð á Gróttu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mikil virkni núna og þau hafa sést vel í kvöld yfir bænum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þau gætu sést eitthvað áfram í nótt og það er bara um að gera að fylgjast vel með himninum.“

Mikil norðurljósavirkni er á norðurhveli jarðar og sáust björt norðurljós …
Mikil norðurljósavirkni er á norðurhveli jarðar og sáust björt norðurljós dansa yfir borginni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir norðurljósaspá Veðurstofunnar líta vel út fyrir morgundaginn sömuleiðis en búast megi þá við fleiri skýjum á himni. „Það er núna léttskýjað sunnan- og vestanlands og þau ættu að sjást vel á því svæði. Það er svolítið skýjað fyrir norðan og austan.“

Margir lögðu leið sína á Gróttu til að fylgjast með …
Margir lögðu leið sína á Gróttu til að fylgjast með norðurljósunum í léttskýjuðu veðrinu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um norðurljósahorfur vikunnar segir Þorsteinn góða daga fram undan til norðurljósa, sjáist til himins. „Það er aðalvandamálið á morgun og þriðjudag, það er skýjað á öllu landinu þá. Vonandi verða einhverjar glufur sem hægt verður að kíkja í gegnum. Það eru góðar líkur á norðurljósum en verra með skýjafarið í byrjun vikunnar.“ 

Hér má finna norðurljósaspá Veðurstofunnar.

Norðurljósaspáin er góð fyrir næstu daga en ekki er víst …
Norðurljósaspáin er góð fyrir næstu daga en ekki er víst að alls staðar sjáist til himins. Spáð er skýjuðu veðri um land allt á morgun og þriðjudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Attachment: "Norðurljós" nr. 10874



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka