Sektar ekki vegna nagladekkja

mbl/Arnþór

Þar sem veturinn hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu með frosti og hálku er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki að sekta ökumenn vegna nagladekkja þó að ekki sé almennt leyfilegt að nota nagladekk fyrr en eftir 1. nóvember.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar. „Veturinn hefur þegar gert vart við sig víða á landinu og viðbúið að frost og hálka eigi eftir að gera ökumönnum áfram lífið leitt. Lögreglan hefur fengið nokkuð af fyrirspurnum um nagladekk frá ökumönnum, sem eru að koma til eða frá höfuðborgarsvæðinu, og því er það undirstrikað að ökumenn bifreiða, sem eru búnar nagladekkjum, eiga ekki sekt yfir höfði sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert