Unnið að lausn til að leysa úr óvissu í fiskeldi

Sjókvíar undir Búlandstindi.
Sjókvíar undir Búlandstindi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Stjórnvöld vinna að tilteknum lausnum til að bregðast við óvissunni sem Vestfirðingar standa nú frammi fyrir, að sögn bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarhrepps.

Þær hittu formenn stjórnarflokkanna á laugardag. Formennirnir tjáðu sig allir um fiskeldismálið um helgina.

Fjórir forystumenn í Sjálfstæðisflokknum gera þá kröfu í aðsendri grein í Morgunblaðinu „að fiskeldi hér á landi séu settar sanngjarnar kröfur en ekki þannig að þær nálgist að vera hreint bann. Við skorum á þingmenn allra flokka, og þá ekki síst Sjálfstæðisflokksins, að lyfta umræðu upp úr hjólförum efasemdahyggju og ómálefnalegra sjónarmiða í farveg skynsemi og sanngirni,“ segir í greininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert