Fjármagn úr hernaði í loftslagsmál

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG.
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, ræddi á Alþingi um svarta skýrslu loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem var birt í gær.

Hún sagði málið grafalvarlegt en fagnaði því að íslensk stjórnvöld ætla að taka loftslagsmálin föstum tökum, samkvæmt fjármálaáætlun.

Steinunn benti á að ágætt væri að setja upphæðina sem þarf til að bregðast við loftslagsbreytingum í samhengi við kostnaðinn við hernaðarútgjöld því þessar upphæðir séu álíka háar. „Þetta finnst mér gríðarlega mikið umhugsunarefni.“

Hún sagði peningana til að bregðast við loftslagsbreytingum vera til og að það myndi hafa „gríðarlega góð“ áhrif á heimsbyggðina ef fjármagnið yrði flutt úr hernaði í loftslagsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert