Segist grunlaus hafa greitt skuldir Jóns Ásgeirs

Aurum Holding málið í dóm. Lárus Welding og Jón Ásgeir …
Aurum Holding málið í dóm. Lárus Welding og Jón Ásgeir mæta í Landsrétt árið 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons hf., segist ekki hafa vitað af því fyrr en einu til einu og hálfu ári seinna að einn milljarður króna, sem Jón Ásgeir fékk í tengslum við Aurum Holding-málið svokallaða, hafi farið í að greiða yfirdrátt hins síðarnefnda hjá Glitni.

Þetta kemur fram í skýrslutöku Pálma hjá sérstökum saksóknara árið 2011. Þar segir Pálmi að hefði hann vitað af þessari ráðstöfun Jóns Ásgeirs hefði hann ekki tekið þátt í viðskiptunum og að það sé bæði „fáránlegt“ og „absúrd“ að hann hafi verið að taka lán til að greiða yfirdrátt Jóns Ásgeirs.

Fékk ítrekað að hækka yfirdrátt sinn hjá Glitni 2008

Í tölvupóstssamskiptum stjórnenda og starfsmanna Glitnis, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur hins vegar fram að Jón Ásgeir fékk ítrekað að hækka yfirdrátt sinn hjá Glitni árið 2008, m.a. á þeim grundvelli að hann myndi fá milljarð frá Pálma þegar hlutur hans í Aurum hefði verið seldur. Pálmi segist hins vegar hafa trúað því að hann væri að láta Jón Ásgeir fá milljarð króna gegn skuldabréfi í félaginu Þú Blásól ehf., sem var þá í eigu Jóns Ásgeirs.

Jón Ásgeir greiddi hins vegar yfirdrátt sinn hjá Glitni sama dag og lán bankans vegna kaupa á skartgripafélaginu Aurum var veitt.

Aurum-málið hefur verið í sex ár fyrir dómstólum

Þetta kemur fram í ítarlegri yfirferð Morgunblaðsins yfir Aurum-málið, sem hefur verið í um sex ár fyrir dómstólum. Niðurstaða í Landsrétti er væntanleg á næstu dögum, að því er fram kemur í ítarlegri  umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Borist hefur athugasemd frá Jóni Ásgeiri vegna umfjöllunarinnar og er hún birt hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert