Þáðu fullt starf með fyrirvara

Mál Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair verður þingfest í Félagsdómi nú …
Mál Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair verður þingfest í Félagsdómi nú síðdegis. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meirihluti flugfreyja og -þjóna í hlutastarfi hjá Icelandair valdi að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar fremur en að missa vinnuna. Þetta staðfestir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.

„Flestir tóku þessum þvingunaraðgerðum með þeim fyrirvara um lögmæti aðgerðanna og niðurstöðu Félagsdóms,“ segir Berglind „Starfsfólk heldur enn þá í þá von að fyrirtækið hverfi frá þessari ákvörðun, eða þá að hún veðri dæmd ólögmæt.“

Mál Flugfreyjufélags Íslands gegn Icelandair verður þingfest í Félagsdómi nú síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert