Kópavogur móti stefnu í loftslagsmálum

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Ómar

Píratar í Kópavogi lögðu á bæjarráðsfundi í morgun fram tillögu þess efnis að Kópavogsbær móti sér stefnu í loftslagsmálum.

Þar skuli dregin fram markmið til að draga úr útblæstri koltvíoxíðs í andrúmsloftið, bæði fyrir Kópavogsbæ sem sveitarfélag og vinnustað, ásamt aðgerðaáætlun og eftirfylgni.

Fram kemur að fá sveitarfélög á Íslandi hafi sett sér stefnu í loftslagsmálum og að hérna fái Kópavogur tækifæri til að marka sér sess sem sjálfbært fyrirmyndarsamfélag í loftslagsmálum á Íslandi.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

„Hnattræn hlýnun af mannavöldum er helsta vá okkar tíma. Við þurfum að bregðast við strax og það er mikilvægt skref að sveitarfélög leggi metnað í að sporna gegn loftslagsbreytingum og stefni að kolefnishlutleysi eins fljótt og auðið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert