Met í heitavatnsnotkun

Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, …
Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20% á síðustu fimm árum. mbl.is/Heiddi

Metsala var á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu í september sé litið til áranna frá 2014. Þá fóru 5578 milljónir rúmmetra til viðskiptavina, bæði heimila og fyrirtækja en fyrra met var sett í septembermánuði árið 2016 þegar notkunin var 4804 milljónir rúmmetra. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að ástæða metsins sé kuldi seinni hluta september.

Ljósmynd/Veitur

September er þó ekki eini mánuðurinn á þessu ári þar sem metin hafa verið að falla. Frá áramótum hafa met verið slegin í hverjum mánuði, að undanskildum mars mánuði sem jafnar met frá 2015 og apríl þegar notkunin var í meðallagi.

Veitur telja að fleiri þættir liggi að baki aukinnar notkunar á heitu vatni en rysjótt tíð. Notkun á heitu vatni hefur aukist mikið á síðustu árum, eða um tæplega 20%  á síðustu fimm árum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um tæplega 14.000 manns á tímabilinu og fjöldi ferðamanna stóraukist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert