„Ég lenti alveg óvart í þessu“

Feðginin Siggi og Abba saman á leiklistaræfingu.
Feðginin Siggi og Abba saman á leiklistaræfingu.

„Mig hafði ekki órað fyrir þessu og það var sannarlega ekki á „to do“- listanum hjá mér að fara að leika. Ég hef aldrei staðið á sviði og leikið í leikriti nema í grunnskóla og það var einvörðungu sýnt fyrir foreldra. Ég hef tekið þátt í einhverju flippi í árshátíðarmyndböndum á vinnustöðum en lengra nær það ekki í leiklist hjá mér.“

Þetta segir Sigurður Ástgeirsson en hann og ellefu ára dóttir hans, Arnbjörg Ýr, eða Abba, taka bæði þátt í uppfærslu á verkinu Á vit ævintýranna hjá Leikfélagi Selfoss sem verður frumsýnt í kvöld. Siggi segir þetta allt eiga upphaf sitt í því að Abba dóttir hans sé mikil áhugamanneskja um leik- og sönglist og hún hafi tekið þátt í námskeiðum hjá Borgarleikhúsinu og farið á sumarnámskeið hjá leikfélaginu á Selfossi.

„Hún vildi endilega fara í leiksmiðju sem boðið var upp á hér hjá leikfélaginu vegna undirbúnings á uppsetningu á leikritinu sem Ágústa Skúladóttir leikstjóri sá um. Konan mín hvatti mig til að fylgja Öbbu fyrsta kvöldið, hjálpa henni að stíga inn í leikfélagið og kannski hjálpa eitthvað til, sjá um leikmyndina, ljósin og annað verklegt. Ég sá ekkert því til fyrirstöðu en þegar ég gekk þarna inn fyrsta kvöldið var það alveg nýr heimur fyrir mig, ég þekkti ekki nokkurn mann með nafni.“

Sjá samtal við Sigurð í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert