Víðtæk áhrif lægra gengis

Erlendir ferðamenn á Þingvöllum.
Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

Gengi krónu hefur gefið eftir undanfarið og kostaði evran 134 krónur í gær. Gengislækkunin er sögð styrkja stöðu ferðaþjónustunnar.

Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir lægra gengi vonandi verða til þess að fjölga ferðamönnum frá Þýskalandi á ný. Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir það hafa markverð áhrif á afkomu íslenskra hótela að 134 krónur fáist fyrir evruna. Hótelin hafi liðið fyrir of hátt gengi.

Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir aðspurður það geta komið sér vel fyrir íslensku flugfélögin að krónan veikist. „Félögin hafa tekjur í erlendri mynt. Launakostnaður er hins vegar að mestu í krónum. Veiking krónu ætti því að styðja félögin.“

Í umfjöllun um gengisþróunar krónunna rí Morgunblaðinu í dag segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, hætt við að verðbólga aukist og kaupmáttur minnki ef krónan styrkist ekki aftur.

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, telur merki um að eigendur gjaldeyris séu að veðja á frekari lækkun krónunnar og bíði með að selja gjaldeyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert