Auðun hættur hjá Félagsbústöðum

Auðun Freyr Ingvarsson er hættur störfum sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Auðun Freyr Ingvarsson er hættur störfum sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, er hættur störfum hjá fyrirtækinu, en hann tilkynnti starfsmönnum um starfslok sín í starfsmannaferð fyrirtækisins í dag. Gengið var frá starfslokum Auðuns Freys í gær.

RÚV greindi frá þessu í kvöld og segist hafa heimildir fyrir því að Auðun hafi tjáð starfsmönnum að með því að hætta störfum væri hann að axla ákveðna ábyrgð. Hann vildi þó ekki tjá sig nánar um það í samtali sínu við RÚV, en tók þó fram að engin leiðindi væru á bakvið starfslok hans.

Von er á sameiginlegri yfirlýsingu Auðuns og stjórnar félagsins vegna uppsagnarinnar, en Félagsbústaðir eru dótturfyrirtæki Reykjavíkurborgar og annast rekstur og utanumhald á félagslegu leiguhúsnæði borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert