Gerir meðferðarkjarnann dýrari

Framkvæmdir við meðferðarkjarna við Hringbraut eru að hefjast.
Framkvæmdir við meðferðarkjarna við Hringbraut eru að hefjast. Tölvumynd/NLSH

Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif á kostnaðaráætlanir við nýjan Landspítala til hækkunar. Meðal annars hefur verð innfluttra byggingarefna hækkað í krónum.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. (NLSH), staðfestir þetta í Morgunblaðinu í dag. Breytingar á verðlagi, og þar með byggingarvísitölu, hljóti að hafa áhrif.

Gunnar segir fullnaðarhönnun sjúkrahússins ekki lokið, en með framgangi hönnunar verða kostnaðaráætlanir sífellt nákvæmari. Nýrri áætlun verði skilað af hálfu félagsins til velferðar- og fjármála- og efnahagsráðuneytisins í janúar. „Ráðgjafarnir birta okkur nýjar áætlanir fljótlega. Það má ætla að þær taki mið af breytingum á verðlagi og þróun byggingarvísitölu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert