Nafngreining slæm fyrir brotaþola

Nýlegt dæmi um myndbirtingu af sakborningum tengist máli pars sem …
Nýlegt dæmi um myndbirtingu af sakborningum tengist máli pars sem er grunað um gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Persónuvernd vekur athygli á því á vefsíðu sinni að þegar viðkvæm mál eru til umfjöllunar í fjölmiðlum og í samfélaginu almennt getur þurft að sýna varkárni við miðlun upplýsinga á netinu.

Þetta á meðal annars við um birtingu ljósmynd og nafna þeirra sem sakaðir hafa verið um alvarleg brot. Persónuvernd segir að hafa þurfi í huga að birting slíkra upplýsinga geti í sumum tilvikum haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir aðra en þá sem nafngreindir eru, svo sem brotaþola.

Nýlegt dæmi um slíka myndbirtingu tengist máli pars sem er grunað um gróf kynferðisbrot gegn dætrum sínum. Mynd af parinu gekk manna á milli á samfélagsmiðlum og líklegt er að Persónuvernd sé að vísa til þessa máls með ábendingu.

Með því að birta myndir af fólkinu sem grunað er um hina alvarlegu glæpi, er nefnilega um leið verið að opinbera hverjir brotaþolarnir, börn þeirra, eru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert