Skólastjórar mótmæla harðlega

Þétt var setið í Hljómahöllinni í morgun.
Þétt var setið í Hljómahöllinni í morgun. Ljósmynd/Skólastjórafélags Íslands

Skólastjórar mótmæla því harðlega að framhaldsmenntun skólastjórnenda skuli ekki metin til jafns við undirmenn þeirra. Þetta kemur fram í frétt á vef Kennarasambands Íslands, en Skólastjórafélagið er aðildarfélag þess. 

Ársfundurinn mótmælir því einnig harðlega að Samninganefnd sveitarfélaga meti ekki starfsreynslu kennara við kennslu, þegar þeir eru ráðnir til stjórnunarstarfa.

Kennslureynsla ávallt talinn kostur

Þetta kemur fram í ályktunum ársfundar Skólastjórafélags Íslands sem haldinn var í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í morgun. Meðal þess sem segir í ályktunum ársfundarins er: „Sérstaklega er þetta athyglisvert í ljósi þess, að við ráðningar í störf skólastjórnenda í grunnskólum, er kennslureynsla ávallt talin kostur eða skilyrði. Í ljósi þessa er það algjörlega óásættanlegt að starfsreynsla við kennslu skuli ekki metin sem ávinningur við launaröðun þegar kennarar ráða sig sem skólastjórnendur við grunnskóla.“

Skólastjórar hafa horfið aftur til kennslu

Þá segir einnig að dæmi séu um að launamunur skólastjórnenda og kennara í sömu skólum sé óverulegur, og sú staða hafi komið upp að farsælir skólastjórnendur hafi horfið aftur til kennslu af þessum sökum.

Þá hefur stjórn Kennarasambands Íslands ákveðið að heimila Skólastjórafélaginu að leita lögfræðilegrar ráðgjafar vegna hugsanlegra brota á lögum um jafnrétti og mismunun við greiðslu launa til skólastjórnenda hjá einstökum sveitarfélögum, og fagnar ársfundurinn þeirri ákvörðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert