Mjólk, skyr og mysa í æsku

Svanhildur segir að kreppan hafi haft góð áhrif á þær …
Svanhildur segir að kreppan hafi haft góð áhrif á þær systur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar.

Svanhildur telur að kreppuárin hafi gert þeim systrum gott og útskýri jafnvel langlífið. „Við vorum aldar upp í kreppunni og ég held að þeir verði langlífastir sem hafi ekki fengið of mikið að éta í æsku. Við fengum nóg af mjólk og skyri og mysu og svoleiðis en fengum hvorki sælgæti né sykur, það voru ekki efni á því að kaupa slíkt. Við borðuðum hollan mat en ekkert of mikið af honum.“

Systurnar eru báðar heilsuhraustar. „Við erum alveg þrælhraustar og búum enn heima þó að við búum ekki saman. Ég sé um mig alveg ein og hún líka. Við reynum að gera það á meðan við getum,“ segir Svanhildur í Morgunblaðinu í dag.

Sjá samtal við afmælissysturnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert